Tónlist

Vasadiskó: Haukur Heiðar kynnir nýja plötu Diktu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Dr. Haukur Heiðar söngvari Diktu mætir í útvarpsþáttinn Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag. Þar mun hann kynna splúnkunýja plötu þessarar vinsælustu rokksveitar landsins sem hefur hlotið nafnið Trust me. Viðeigandi nafn þar sem hver og einn vill líklegast bera traust til læknastéttarinnar þegar leitað er aðstoðar.

Haukur mætir einnig með vasadiskóið sitt og setur á shuffle. Það verður forvitnilegt að heyra hvað doktorinn er með í eyrunum á milli þess sem hann læknar fólk og rokkar með bandinu sínu.

Í þættinum verður einnig kynnt glás af nýju efni. Þar á meðal ný lög með Jónsa úr Sigur Rós, Gang Related, Eldar, Amy Winehouse, Benna Hemm Hemm og glás af erlendri tónlist.

Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni en þar er að finna sívaxandi samfélag þar sem þáttarstjórnandi skaffar nær daglega nýja spennandi tónlist, fréttir og annað. Notendur eru líka byrjaðir að henda inn uppástungum um hvað eigi að spila í þættinum en Fésbókar síðan er eina leiðin til þess að fá óskalög leikin.

Þátturinn er í boði Gogoyoko. Þátturinn fer í loftið kl. 15 á sunnudag og stendur yfir í tvo tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×