Erlent

Breivik ætlaði að myrða þrjá pólitíska leiðtoga

Anders Behring Breivik.
Anders Behring Breivik. mynd/AFP
Ný gögn í máli hryðuverkjamannsins Anders Behring Breivik gefa til kynna að hann hafi ætlað að myrða þrjá pólitíska leiðtoga í Noregi.

Norska æsifréttablaðið VG greindi frá þessu í dag en blaðið hefur undir höndum afrit af yfirheyrslum Breiviks. Lögreglan í Noregi rannsakar nú hvernig VG komst yfir gögnin.

Í umfjöllun VG um málið kemur fram að Breivik hafi ætlað að myrða þau Gro Harlem Brundtland, Eskil Pedersen og Jonas Gahr Støre. Öll þrjú eru nátengd norskri pólitík. Í gögnum frá yfirheyrslunum segir Breivik að hann hafi viljað nema þau á brott.

Brundtland er fyrrum forsætisráðherra Noregs og Støre er sitjandi utanríkisráðherra landsins. Eskil Pedersen er leiðtogi ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.

VG greinir frá því að Breivik hafi viljað mynda aftökur þeirra og birta myndböndin á internetinu. Hann hafði hugsað sér að nota sveðju eða hníf til myrða þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×