Tónlist

Örvar í Vasadiskó

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Örvar Þóreyjarson Smárason, liðsmaður FM Belfast og Múm, verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu 977 á sunnudag. Örvar mætir með mp3 spilarann sinn, stillir á shuffle og tekur ábyrgð á því sem þar hljómar. Einnig er líklegt að hann spili eitthvað sjaldheyrt - eða nýtt efni frá FM Belfast eða Múm.

Örvar, Gunnar Tynes og aðrir liðsmenn Múm hafa samþykkt að koma fram á Sveim í svart/hvítu á Unglist í ár. En það er kvikmyndasýning klassískra þögla svart/hvítra mynda er rafsveitir sjá svo um að spila tónlist undir. Sveimið var fastur liður á dagskrá Unglistar um árabil og Múm komu þar fram á heydögum sínum. Sveimið snýr aftur í ár þar sem Unglist fagnar 20 ár afmæli sínu og Múm ætlar að rifja upp gamla takta og spinna nýja tónlist undir kvikmyndina The Cabinet of Dr. Caligari frá 1920.

Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×