Innlent

Segir ótrúlegt að Geir hafi ekki fengið að sjá málsgögnin

Mynd/Anton Brink
Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess í morgun fyrir Landsdómi að málinu gegn honum verið vísað frá og sagði ótrúlegt að Geir hefði ekki enn séð málsgögn.

Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, sagði nokkrar ástæður fyrir því að vísa ætti málinu frá. Meðal annars að ákæran gegn Geir hafi verið gefin út án sakamálarannsóknar og að ákæruatriðin væru óljós. Þá sagði Andri ótrúlegt að Geir hefði ekki fengið að sjá málsgögn svo og að engin skýrsla hafi verið tekin af honum.

Þetta er í fyrsta sinn sem höfðað er mál hér á landi gegn fyrrverandi ráðherra fyrir að hafa ekki sinnt stafi sínu sem skildi.

Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins og hafa ekki brugðist við þeirri hættu sem vofði yfir.Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi.

Helstu fjölmiðlar heimsins gera málinu skil í dag og í New York Times er vitnað til orða Geirs um réttarhöldin séu af pólitískum toga dulbúin sem sakamál.

Geir hefði getað gefið skýrslu

Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis sagði að lögmaður Geirs hefði getað óskað eftir því að Geir gæfi skýrslu en það hafi hann ekki gert. Hún sagði jafnframt að rannsóknin hafi verið í samræmi við lög um landsdóm sem eru ólík hefðbundnum sakamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×