Erlent

Staðfest að sprengja fannst í Útey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sprengjan í Osló var gríðarlega öflug. Mynd/ afp.
Sprengjan í Osló var gríðarlega öflug. Mynd/ afp.
Ósprengdar sprengdur fundust í Útey í dag. Ekki er vitað hverskonar sprengjur er um að ræða. Þetta staðfesti lögreglustjórinn í Osló á blaðamannafundi sem var haldinn um klukkan ellefu að norskum tíma í kvöld.

Hann staðfesti einnig að 32 ára gamall maður, norskur að uppruna, hefði verið handtekinn eftir skotárásina í Útey. Framburður vitna bendir til þess að maðurinn beri einnig ábyrgð á sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló.

Lögreglan staðfestir að sjö hafi farist í sprengingunni í Osló og staðfestir jafnframt að tíu hafi fallið í skotárásinni í Útey. Sú tala gæti hækkað.

„Það er ástæða til að ætla að samhengi sé milli atburðarins í höfuðborginni annarsvegar og í Útey hins vegar," segir Sveinung Sponheim, lögreglustjóri í Osló.

Lögreglan viðurkennir að hafa ekki fulla yfirsýn á aðstæður. „Við vitum ekki hvort það finnast fleiri sprengjur í miðborg Oslóar, en við erum að sjálfsögðu að leita upplýsinga um það," sagði Sponheim í kvöld.

Leitað hefur verið sprengja við utanríkisráðuneytið í Osló í kvöld, segir norska ríkisútvarpið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×