Innlent

Svona lítur hann út

Anders Behring Breivik.
Anders Behring Breivik. Mynd/AFP
Maðurinn sem talinn er eiga sök á fjöldamorðunum í Noregi í gær heitir Anders Behring Breivik. Hann er róttækur hægrimaður, ofsatrúarmaður og jafnvel talinn tengjast nýnasistasamtökum.

Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk sem styrkja þann grun að Anders hafi verið einn að verki.

Anders sást í miðbæ Osló en um tveimur tímum síðan var hann kominn að Útey í gervi lögreglumanns. Meðan hann lét skotunum rigna yfir fólkið á eyjunni öskraði hann að hann myndi drepa alla, að allir myndu deyju.

Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan það athyglisvert að hann hafi ekki framið sjálfsmorð áður en hann var handtekinn.

Það sé þó gott því Anders geti þá varpað ljósi á fyrirætlanir sínar og ásetning.

Nokkrum tímum eftir morðin í Útey fannst sprengiefni á eyjunni. Anders hafi því ætlað sér fleiri dráp en hann komst upp með.

Fréttavefur Verdens Gang greinir jafnframt frá því að Breivik kalli sig þjóðernissinna. Á facebook vef hans lýsi hann sjálfum sér sem íhaldssömum kristnum manni. Hann er jafnframt frímúrari.

Fyrir örfáum dögum stofnaði Behring Breivik Twitter síðu. Þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill sem merkir í lauslegri þýðingu :,,Einn sannfærður getur áorkað því sem hundrað þúsund aðrir gætu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×