Erlent

Umheimurinn hugsar til Norðmanna

Barack Obama hefur sent Norðmönnum samúðarkveðju og boðið fram aðstoð við rannsókn á harmleiknum.
Barack Obama hefur sent Norðmönnum samúðarkveðju og boðið fram aðstoð við rannsókn á harmleiknum. Mynd/AFP
Fjölmargir þjóðhöfðingjar hafa sent Norðmönnum samúðarkveðjur og sagt hug þjóðar sinnar vera með Norðmönnum.

Barack Obama Bandaríkjaforseti bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á árásunum. Hann bætti því jafnframt við að atburðir gærdagsins væru áminning um að alþjóðasamfélagið verði að taka höndum saman til að koma í veg fyrir árásir sem þessar.

Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, sagði Breta standa þétt við bakið á Norðmönnum og sendi öllum þeim sem misstu vini eða vandamenn samúðarkveðjur.

Forsætisráðherra Danmerkur sagðist standa með Noregi í gegnum þessar hörmungar og forsætisráðherra Svíðþjóðar bauð fram alla sína aðstoð og bætti við að hryðjuverkaógnin væri nú komin til Norðurlanda. Í dag værum við öll Norðmenn. Ban Kin Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt árásirnar og það hafa þjóðarleiðtogar um allan heim einnig gert, allt frá Ástralíu til Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×