Innlent

Fórnarlamba minnst í Eyjum

Stafkirkja
Stafkirkja
Stafkirkjan á Heimaey verður opin í dag og hægt verður að minnast þeirra sem misst hafa lífið í árásunum í Osló og Útey í gær. Kirkjan er opin frá klukkan 11 til 17, flaggað verður í hálfa stöng og hægt er að rita samúðarkveðjur í sérstaka minningarbók þar í dag og næstu daga.

Á morgunn, sunnudag, verður fórnarlambana minnst við messuna klukkan 11, sem kemur í stað messu í Landakirkju. Við messuna verður einnig beðið fyrir særðum og sorgmæddum. Þá verður og beðið fyrir Norsku þjóðinni, sem gaf þessa kirkju til Íslendinga árið 2000 til tákns um vináttu þjóðanna og þúsund ára kristni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×