Erlent

Einn efnilegasti stjórnmálamaður Noregs myrtur í Útey

Eitt þeirra ungmenna sem lét lífið í hryðjuverkaárás fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik var talið eitt mesta efni í stjórnmálamann sem lengi hefur komið fram í Noregi.

Sá sem hér um ræðir var hinn 21 árs gamli Tore Eikeland sveitarstjórnarefni Verkamannaflokksins í Bergen og leiðtogi ungra jafnaðarmanna í Hordaland.

Þegar Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hélt minningarræðu sína í norsku dómkirkjunni í gærdag minntist hann Eikeland og annarra með kökk í hálsinum og tárin í augunum.

Stoltenberg gerði Eikeland, og sjö aðra sem fórust í árásinni, að sérstöku umtalsefni enda taldi forsætisráðherrann þessi ungmenni til vina sinna m.a. í gegnum flokksstarfið í Verkamannaflokknum. Stoltenberg minntist þess að hæfileikar Eikeland í ræðustól hefðu fengið allan síðasta landsfund flokksins til þess að gefa honum standandi lófaklapp.

Síðan sagði Stoltenberg að þetta ungmenn væri nú farið. Farið að eilífu og slíkt væri ekki hægt að skilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×