Erlent

Breivik undirbjó aðra hryðjuverkaárás

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði skipulagt aðra hryðjuverkaárás og ætlaði sér að framkvæma hana ef hann slyppi úr fangelsi eftir árásina á Útey og sprenginguna í miðborg Óslóar sem kostaði a.m.k. 76 lífið.

Þetta kemur fram í svokallaðri stefnuyfirlýsingu Breivik. Þar er að finna lista yfir útbúnað, vopn, skotfæri, örvandi efni og reiðufé sem nota átti ef hann slyppi úr fangelsi. Árásin átti að beinast að þremur til fimm einstaklingum sem líta múslima jákvæðum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×