Erlent

Viðbrögð Norðmanna vekja aðdáun

Óli Tynes skrifar
Osló á sunnudag
Osló á sunnudag
Óteljandi fjölmiðlar hafa vitnað í orð Hákonar krónprins sem sagði: "Við höfum kosið að mæta illmensku með kærleika. Við höfum kosið að mæta hatri með samstöðu . Við höfum kosið að sýna fyrir hvað við stöndum". Stjórnmálamenn hafa sömuleiðis lagt megináherslu á að þessi atburður muni í engu hafa áhrif á þau gildi sem Norðmenn hafa mest í heiðri.

 

Sænska Aftonbladet fjallar um þetta og lýsir rósagöngunni um helgina: "Það var einsog töfrasprota hefði verið veifað. Angan af 200 þúsund blómum fyllti loftið. Það var ólýsanlega fallegt. Þetta er Noregur".

 

Þýska stórblaðið Der Spiegel skrifar: "Hvernig getur þjóð tekið á morðóðum hatursmanni? Norðmenn hafa fundið svarið: Með kærleika og von."

 

Og BBC segir: "Þótt þjóðin sé í sorg hefur fólkið einsett sér að taka ódæðisverkum Anders Breivik með friði og samheldni.

 

CNN fréttamaðurinn Michael Holmes hefur verið ellefusinnum í Írak, Fjórumsinnum í Afganistan og fylgst með átökum Ísraela og Palestínumanna í mörg ár. Hann sagði: "Ég hef séð margt en ég verð að segja að hvernig fólkið hér hefur brugðist við er aðdáunarvert."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×