Erlent

Múslima grunaði múslima

Óli Tynes skrifar
Anders Breivik
Anders Breivik
Múslimar eru margir slegnir yfir því að það fyrsta sem þeim datt í hug þegar þeir fréttu af morðárásunum í Noregi var að þar væru múslimar að verki. Múslimarnir voru ekki einir um það því fréttir hafa borist af því að áður en lá fyrir að árásarmaðurinn væri ljóshærður Norðmaður urðu múslimar fyrir aðkasti á götum úti í Noregi.

 

Til þess að græða sárin mættu margir norskir fyrirmenn í mosku í Osló í gær til þess að ræða málin. Meðal þeirra voru Hákon krónprins, Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra, Fabian Stang forseti norska þingsins og Ole Christian biskup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×