Erlent

Fullbúin ákæra í fyrsta lagi tilbúin um áramót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkissaksóknari í Noregi býst ekki við því að fullbúin ákæra verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um áramót. Samsett mynd.
Ríkissaksóknari í Noregi býst ekki við því að fullbúin ákæra verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um áramót. Samsett mynd.
Fullbúin ákæra gegn norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik verður í fyrsta lagi tilbúin um áramót. Þetta segir norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch í samtali við norska ríkissjónvarpið.

„Ákæran verður ekki tilbúin fyrir áramót, það er alveg ljóst. Svo getum við séð til hversu langt verður liðið fram á næsta ár," segir Tor-Aksel Busch. Þar með munu réttarhöldun gegn Breivik ekki hefjast nærri því eins fljótt og margir hefðu eflaust óskað sér, segir danska ríkisútvarpið.

Ríkissaksóknarinn segir að um sé að ræða tímafreka vinnu og hann vonast til þess að fólk hafi skilning af því. Af virðingu við þá látnu og aðstandendur verður Breivik látinn svara fyrir lát hvers einasta manns sem féll á föstudag í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×