Erlent

Stoltenberg sagði fórnarlömbin hetjur

Jóhanna Sigurðardóttir var við minningarathöfnina í Osló í dag
Jóhanna Sigurðardóttir var við minningarathöfnina í Osló í dag Mynd AFP
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að fórnarlömb fjöldamorðingjans Anders Breivik væru hetjur, þegar hann ávarpaði minningarsamkomu sem haldin var í Osló í dag á vegum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var við minningarathöfnina ásamt formanni ungra jafnaðarmanna á Íslandi.

Fyrstu jarðarfarir fórnarlamba Breivik fóru fram í dag þegar þeim Bano Rashid og Ismail Ahmed var fylgt til grafar.

Alls myrti Breivik 76 manns.

Yfirheyrslur yfir Breivik halda áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×