Íslenski boltinn

Dylan: Ég mun skora fyrir Breiðablik

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég er virkilega ánægður með þennan sigur, það er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ sagði Dylan Jacob MacAllister, nýr leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld.

„Liðið hefur byrjað ágætlega á tímabilinu en við eigum eftir að verða betri og ná í fullt af stigum“.

„Við vorum að spila fínan fótbolta í kvöld þrátt fyrir erfiðar aðstæður og mikinn vind“.

„Þeir misstu tvo leikmenn útaf, en við áttum skilið að skora þessi mörk þar sem við náðum að skapa okkur helling af færum,“ sagði Dylan.

„Ég skallaði boltann rétt framhjá í byrjun leiks og síðan munaði ekki miklu í síðari hálfleik að boltinn færi inn hjá mér, en ég á eftir að skora fyrir Breiðablik, það er ekki spurning“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×