Íslenski boltinn

Heimir: Hugarfarið er vandamál liðsins

Henry Birgir Gunnarsson á Kaplakrikavelli skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var þungur á brún eftir jafnteflið gegn Víkingi í dag. Heimir kom ekki út úr búningsklefa FH fyrr en um hálftíma eftir leik þegar flestir fjölmiðlar voru farnir heim á leið.

"Ég er vonsvikinn. Það er aðalmálið," sagði Heimir en hann var að vonum gríðarlega svekktur með fyrri hálfleik sinna manna sem var þeim hreinlega til skammar enda nenntu leikmenn FH ekki að taka á því.

"Þessi fyrri hálfleikur er líklega það lélegasta sem þetta lið hefur sýnt á þessum velli undir minni stjórn. Við mættum með þannig hugarfar að það átti að gera þetta með vinstri. Við vorum ekki tilbúnir og á endanum getum við þakkað fyrir stigið," sagði Heimir hreinskilinn sem fyrr.

"Það er vissulega áhyggjuefni að við erum alltaf að spila á sama svæðinu. Það er ekki krísa hjá okkur en þessi byrjun er áhyggjuefni.

"Aðalvandamál liðsins er hugarfarslegs eðlis. Við mætum í þessa leiki, fyrir utan tvo frávik, með kolrangt hugarfar. Það vantar líka samkennd inn á vellinum og að menn vinni saman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×