Innlent

Fjórir handteknir vegna dauðsfalls í Árbæ

Fjórir hafa verið handteknir vegna andláts rúmlega tvítugrar konu sem varð í íbúð í Árbænum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þeir kallaðir á vettvang um hádegisbilið. Endurlífgunartilraunir tókust ekki og var kona úrskurðuð látin í kjölfarið.

Lögreglan telur að andlát konunnar megi rekja til mengaðs amfetamíns sem hún neytti.

Málið er á byrjunarstigi. Það er ekki rannsakað sem morðmál að svo stöddu. Hinir handteknu eru í skýrslutökum en hugsanlega verður farið fram á gæsluvarðhald ef þörf þykir á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×