Íslenski boltinn

Páll Viðar: Myndi líka spá okkur falli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir eðlilegt að sínum mönnum hafi verið spáð falli úr Pepsi-deild karla á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag.

Þór fékk fæst stig í spánni en liðið er nú að leika í efstu deild í fyrsta sinn í tíu ár.

„Það er auðvitað ekki ætlunin hjá okkur að falla og við ætlum að gera betur en það,“ sagði Páll Viðar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Ég tel að þetta sé eðlileg spá. Ef ég væri spámaður í borginni myndi ég örugglega gera það sama. Þetta er ekkert sem er að trufla okkur.“

„En við eigum klárlega erindi í þessa deild. Við höfum aðeins bætt í hópinn síðan í fyrra og ég er sannfærður um að við getum gert fína hluti.“

„Við höfum beðið lengi eftir því að komast aftur upp og ég held að það hafi jákvæð áhrif. Tíu ár er of langur tími að mati okkar sem hafa verið lengst í þessu og því er eftirvæntingin og tilhlökkunin mikil.“

Akureyri er nú að keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og SA varð nýverið Íslandsmeistari í íshokkí.

„Íþróttalífið heima er í góðum blóma. Ég sé ekki annað en að þetta verði jákvætt og skemmtilegt fyrir okkur alla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×