Innlent

Jóhanna segir forsetann tefla djarft

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir var í viðtali á Stöð 2 í kvöld.
Jóhanna Sigurðardóttir var í viðtali á Stöð 2 í kvöld.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að forseti Íslands hafi á stundum teflt ansi djarft miðað við eðli forsetaembættisins. Hún telur að skýra þurfi betur þjóðaratkvæðagreiðslur og synjunarvald forseta en kemur fram í gildandi stjórnarskrá.

„Sumpart teflir hann of djarft. Og fer inn á svið stjórnmálanna sem ég tel að hann ætti ekki að gera,“ sagði forsætisráðherra. Jóhanna vildi ekkert tjá sig um það hvort hún hefði reifað þetta sjónarmið sitt í samtölum við forsetann.

Jóhanna segist ekkert geta sagt til um það hvort að ríkisstjórnin sæti út kjörtímabilið. ég get ekekrt um það sagt en ég er með fangið fullt af verkefnum og meðan ég tel að ég geti gert gagn og ég hef trú og taust minna félaga þá mun ég halda þessu verkefni áfram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson á Stöð 2 í kvöld.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×