Handbolti

Oddur heldur út til Þýskalands í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
"Ég ætla að skella mér til Þýskalands á morgun og skoða aðstæður hjá Wetzlar," sagði Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Oddur mun halda til Þýskalands í dag þar sem hann mun verða til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar í eina þrjá daga.

"Þeir hafa verið að skoða mig síðustu mánuði en ég hef ekki haft tök á því að fara til þeirra fyrr en núna".

"Ég verð þarna í þrjá daga og mun koma til baka á föstudaginn. Það er alveg á hreinu að þetta mun ekki hafa nein áhrif á mig og ég mun mæta 100% klár í úrslitaeinvígið," sagði Oddur.

"Þeir vilja bara skoða mig aðeins og hitta mig, síðan kemur bara í ljós hvað gerist, en ég er lítið að stressa mig á þessu ".

Hjá Wetzlar leikur landsliðsfélagi Odds, Kári Kristján Kristjánsson, sem hefur átt frábært tímabil hjá félaginu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×