Innlent

Steingrímur og Katrín hvetja VG til þess að segja já

Katrín Jakobsdóttir skrifaði ávarpið ásamt Steingrímu.
Katrín Jakobsdóttir skrifaði ávarpið ásamt Steingrímu.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hvetja flokksmenn Vinstri grænna til þess að kjósa já í kosningunum um Icesave næstkomandi laugardag, í ávarpi sínu á heimasíðu flokksins.

Þar skrifar þau að gert sé ráð fyrir að eftirstöðvar Icesave verði um 32 milljarðar króna, sem þau kalla viðráðanlegan kostnað. Þau segja mun betra að gangast við samningnum og axla ábyrgð á málinu, í stað þess að tefja framgang íslensks efnahagslífs.

Að lokum skrifa þau: „Það er sannfæring okkar að með því að kjósa JÁ þann 9. apríl séum við að lágmarka skaðann í þessu sorglega máli eins og kostur er. Með því að kjósa NEI verður óvissan framlengd og mikil áhætta tekin.

Í því ástandi sem við búum enn við og í ljósi þess hversu endurreisnin er brýn, ekki síst til að við getum einbeitt okkar að því að ná niður atvinnuleysinu, er JÁ mun skynsamlegri kostur."

Eins og fyrr segir verður kosið um Icesave á næsta laugardag. Skoðanakannanir benda til þess að þjóðin sé klofin í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×