Erlent

Eldgos seinkaði skákeinvíginu

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og Búlgarinn Veselin Topalov hefja einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í dag.

Einvígið átti að hefjast í gær en vegna eldgossins í Eyjafjallajökli var því frestað um einn dag. Anand var staddur í Frankfurt þegar flugi var aflýst og þurfti að ferðast 2.000 kílómetra í bíl til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, þar sem einvígið er haldið. Hann fór fram á að einvíginu yrði seinkað um þrjá daga en einn dagur var niðurstaðan.

Topalov er með hvítt í fyrstu skákinni en tólf skákir verða tefldar. - pal







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×