Innlent

Fjölmargir björgunarsveitarmenn að störfum

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Á svæðinu í grennd við Eyjafjallajökul eru meira en 160 björgunarsveitarmenn að störfum frá 12 björgunarsveitum, samkvæmt upplýsingum frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Meðal verkefna þeirra hefur meðal annars verið að til að athuga með fólk á bæjum.

Sóttvarnalæknir mun láta útbúa leiðbeiningar um grímunotkun. Grímum verður dreift á þær heilsugæslustöðvar þar sem von er á öskufalli.

Ekki flogið til Eyja

Innanlandsflug hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun, en þó hefur ekki verið flogið til Vestmannaeyja. Langflestir flugvelli í Evrópu eru lokaðir, einungis er unnt að fljúga í Suður-Evrópu. Samkvæmt öskudreifingarspá verða ekki verulega breytinga á þessu á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×