Innlent

Íbúafundur á Hvolsvelli vegna eldgossins

Frá Hvolsvelli sl. laugardag. Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu  á Hvolsvelli í kvöld.
Frá Hvolsvelli sl. laugardag. Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld. Mynd/Pjetur
Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld klukkan 20:30. Farið verður yfir þróun eldgossins í Eyjafjallajökli, afleiðingar þess og stöðuna í dag.

Þar munu eftirtaldir aðilar halda framsöguerindi og svara spurningum íbúa:

Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur

Þorsteinn Jóhannsson, svifrykssérfræðingur

Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir

Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri.

Fundarstjóri verður Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Fundurinn er öllum opinn og allir velkomnir.

Einnig verður upplýsingafundur fyrir Pólverja á sama stað klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×