Innlent

Meirihlutar féllu víða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ljóst er að nýr meirihluti mun taka við í Reykjavík. Mynd/ GVA.
Ljóst er að nýr meirihluti mun taka við í Reykjavík. Mynd/ GVA.
Mynda þarf nýja meirihluta í mörgum af helstu sveitarfélögum á landinu eftir kosningaúrslit næturinnar.

Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík kolféll. Hið sama má segja um meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri. Þá féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi. Einnig féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.

Meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði féll og hið sama er að segja um meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og VG í Árborg. Í Grindavík féll meirihluti Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og VG en þar unnu Framsóknarflokkurinn og Listi Grindvíkinga kosningasigra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×