Innlent

Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli

Karen Kjartansdóttir skrifar
Miklar drunur heyrðust frá jöklinum í gærkvöld. Mynd/ GVA.
Miklar drunur heyrðust frá jöklinum í gærkvöld. Mynd/ GVA.
Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands.

Enn virðist ekkert lát á gosinu þótt mun rólegra sé á svæðinu í kringum Eyjafjallajökul.

Hjörleifur Sveinbjörnsson er jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir ákaflega litlar breytingar hafa orðið og gangurinn í gosinu svipaður og í gær.

Hann segir ekki hættu á flóðum þótt hraun renni nú í vestur átt og bræði jökulinn. Mikið sírennsli sé og vatn safnist ekki upp heldur renni í árfarvegum. Miðað við flugið í gær sé hraunið að fara norður fyrir giginn og hafi verið að bræða ísinn þar. Hann segir enga flóðahættu vera. Mikið sírennsli sé og núna hafi dregið svolítið úr rennslinu ef marka megi vefmyndavélar.

Hjörleifur segir ómögulegt að reyna að meta hvenær gosinu ljúki, sagan sýni að það geti mallað mánuðum saman. Hann á þó ekki von á að öskuspreningar líkt og urðu í upphafi gossins hefjist á ný. Engin merki eru um bráðnun eða vantsrennsli til suðurs.

Þá minnir lögreglan á Hvolsvelli að öll almennumferð er bönnuð nærri eldstöðinni. Bannsvæðið nær yfir Eyjafjallajökil og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×