Innlent

„Því fyrr því betra“ að Steingrímur komi til landsins

Steingrímur Þór Ólafsson í haldi lögreglunnar í Venesúela.
Steingrímur Þór Ólafsson í haldi lögreglunnar í Venesúela. Mynd/Lögreglan í Venesúela
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé alveg viðbúið að lögregluyfirvöld á Íslandi sendi lögreglumann til Venesúela til að ná í Steingrím Þór Ólafsson, sem er grunaður um að vera höfuðpaur í virðisaukaskattsvikunum og var handtekinn á flugvelli á eyjunni Margarita í fyrradag. Hann verður framseldur til Íslands.

Friðrik Smári segir að það eigi eftir að koma betur í ljós hvernig útfærslan verður á framsalinu. „Það er bara útfærsluatriði hvort þeir senda mann með eða við sendum mann út á móti.“ Mun það gerast á næstu dögum? „Ég þori ekki að fara með það, hversu skilvirkt kerfið er þarna úti. Því fyrr því betra,“ segir Friðrik Smári.

Steingrímur Þór var handtekinn í fyrradag en hann hvarf héðan af landi rétt áður en upp komst um virðisaukaskattssvikin. Lögreglan gaf út handtökuskipun á hendur honum og Interpól lýsti eftir honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×