Erlent

Er þetta Madeleine McCann?

Óli Tynes skrifar
?
?
Meðfylgjandi mynd er úr öryggismyndavél í stórmarkaði á Nýja Sjálandi. Telpan á myndinni er sláandi lík Madeleine McCann.

Myndin var tekin árið 2007 nokkrum mánuðum eftir að Madeleine litla hvarf af hóteli í Portúgal þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni.

Myndina var að finna í umfangsmiklum leyniskýrslum portúgölsku lögreglunnar sem fyrst núna eru að líta dagsins ljós.

Talsmaður McCann hjónanna segir skýrslurnar sýna að lögreglan hafi fengið fjöldan allan af ábendingum sem ekki hafi verið fylgt eftir.

Hjónin krefjast þess að einkaspæjarar þeirra fái skýrslurnar til skoðunar enda séu þeir þeir einu sem enn leiti að Madeleine.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×