Innlent

Hissa á skiptum skoðunum

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason

Það kom sumum úr hópi fyrrverandi Evrópuþingmanna sem hittu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að máli á mánudag, á óvart að mjög skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnar og Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðherranum. Kemur þar jafnframt fram að þeir hinir sömu hafi spurt mjög út í hvernig hægt væri að vinna að aðildarsamningi við slíkar kringumstæður. Ekki fylgja upplýsingar um hverju Jón svaraði þeim spurningum. - bþs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×