Innlent

Öskuský á leið til Danmerkur

Frá Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn.
Frá Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn.
Öll flugumferð frá Íslandi hefur verið samkvæmt áætlun í morgun en svo gæti farið að flugvöllum yrði lokað í Danmörku í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá flugstjórnarmiðstöð hefur verið flogið á flesta flugvelli í morgun og á alla áfangastaði íslensku flugfélaganna. Það gæti þó breyst seinni partinn því samkvæmt öskuspá frá Bretlandi sem snýr að dreifingu á ösku undir 20 þúsund fetum er stórt öskuský á leið til Danmerkur Gera má ráð fyrir að það verði komið þar yfir í kvöld, en óvíst er hvaða ákvarðanir flugmálayfirvöld taka þar.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt flug á vegum félagsins vera á áætlun og reiknaði með að svo yrði í dag, ef ekkert breyttist. Vélarnar þurfa þó að fara lengri leiðir í sumum tilfellum vegna öskufalls. Samkvæmt upplýsingum frá Eurocontrol fóru 22.500 farþega-og flutningaflugvélar í loftið í gær.

Elgosið í Eyjafjallajökli hefur haft sín áhrif á en tæplega eitt hundrað þúsund flugferðum var aflýst vegna þess. Talið er að flugfélög víða um Evrópu hafi tapað um 220 milljörðum íslenskra króna vegna flugbannsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×