Innlent

Þjófar gripnir í Skorradal

Mennirnir höfðu farið inn í fjóra bústaði í Skorradal.
Mennirnir höfðu farið inn í fjóra bústaði í Skorradal.

Lögreglumenn úr Borgarnesi handtóku undir morgunn tvo unga menn, sem höfðu brotist inn í að minnstakosti fjóra sumarbústaði í Skorradal og stolið talsverðum verðmætum úr þeim.

Þjófavarnakerfi fór í gang í einum bústaðanna og fór lögregla á vettvang. Þjófarnir reyndu þá að stinga af á bíl sínum, en skyndilega numu þeir staðar og tóku til fótanna og reyndu að láta sig hverfa í hópi hrossa.

Þar hljóp lögreglan þá uppi og flutti í fangageymslur. Verið er að kanna hvort þeir hafa fleiri afbrot á samviskunni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.