Innlent

Hætta á gusthlaupum niður Gígjökul

Kristján Már Unnarsson skrifar
Almannavarnir vöruðu í dag við hættu á lífshættulegum gusthlaupum sem gætu farið hratt niður með Gígjökli og náð niður á Markarfljótsaura. Slík eiturský geta orðið 300 stiga heit og drepa allt kvikt sem í vegi þeirra verða.

Almannavarnir sáu nú síðdegis ástæðu til að árétta að umferð er bönnuð um lokuð hættusvæði í grennd við gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli. Sérstaklega er vakin athygli á nýrri ógn, brennheitum eiturskýjum, svokölluðum gusthlaupum, nú þegar jökulhaftið milli gígsins á toppi fjallsins og Gígjökuls er við það að bresta. Við það muni eitraðar lofttegundir svo sem koltvísýringur og brennisteinsvetni eiga greiðari leið niður Gígjökul og út á eyrarnar framanvið jökulinn. Gusthlaup geti þá fari niður farveg eins og Gígjökul og þau fari hratt yfir.

Gusthlaup verða þegar blanda af gasi og fínkorna bergryki mynda lága bólstra yfir gjósandi gígum eða þegar aska hrynur úr ofhlöðnum gosmekki.

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingr, segir að gusthlaup geti orðið 200 til 300 stiga heit. Dæmi séu til um köld gusthlaup en þau séu einnig lífshættuleg. Freysteinn segir hættuna ekki aðeins bundna við svæðið þar sem jökullón Gígjökuls var heldur geti gusthlaup einnig náð niður á eyrarnar þar fyrir neðan.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×