Innlent

Páll Baldvin hættir störfum

Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra, er hættur störfum á Fréttablaðinu. Páll Baldvin hefur starfað á Fréttablaðinu síðan árið 2006 en var þar áður ritstjóri DV.

Hann hefur haft yfirumsjón með menningarumfjöllun blaðsins auk þess að skrifa leiðara og skoðanapistla.

Páll Baldvin ætlar að hasla sér völl á vettvangi leikhússins.

Fréttablaðið þakkar Páli Baldvini vel unnin störf í þágu blaðsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.- aþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×