Lífið

HönnunarMars hefst í dag

Hönnun Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Hönnun Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Í dag hefst hátíð sem varir í fjóra daga sem helguð er framgangi íslenskrar hönnunar. Það er Hönnunarmiðstöð Íslands undir forystu Höllu Helgadóttur sem stendur fyrir hátíðinni sem nú er haldin í annað sinn en að miðstöðinni stendur fjöldi stofnana og félaga sem hafa hönnun að sameiningarkrafti.

Frú Dorrit Moussaieff er verndari Hönnunarmiðstöðvar en við framkvæmdina koma saman margir kraftar:

Hönnunarsjóður Auroru styrkir sérstaklega hingaðkomu erlendra blaðamanna frá þekktum og virtum miðlum á sviði hönnunar, og liðsinni berst Hönnunarmiðstöð frá ýmsum aðilum, menningarmála- og iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg, sendiráði Frakka á Íslandi, Útflutningsráði og Samtökum iðnaðarins, SÍA og Listasafni Reykjavíkur, en aðalsamstarfsaðilar eru Oddi, Morgunblaðið og Icelandair.

Mikill fjöldi atburða verður í boði á hátíðinni og bregður hátíðarhaldið skýru ljósi á sterka stöðu hönnunariðnaðarins í landinu, hver sóknarfæri gefast í nýjum miðum framleiðslu og þróunar í skjóli menntaðrar stefnu í list- og iðnaðarhönnun. Út er kominn bæklingur sem gerir grein fyrir því sem í boði er á hátíðinni en einnig er dagskráin aðgengileg á vefnum www:honnunarmidstod.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×