Innlent

Eldsvoði í álveri raskar starfseminni talsvert

„Þetta mun raska starfseminni talsvert," segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík en eldsvoði á fimmtudagskvöldið stórskemmdi rafmagnskapla í steypuskálanum.

Það þýðir að ekki er hægt að steypa fljótandi ál úr kerskálanum og flytja út af sama krafti og áður.

Eldsins varð vart seint á fimmtudagskvöldið en það tók slökkviliðið um tvo tíma að ráða niðurlögum eldsins.

Ólafur Teitur segir óljóst hversu lengi viðgerðir muni standa yfir og hversu mikill skaðinn verður. Hann segir málin skýrast eftir helgi og líklega verði gefin út yfirlýsing á mánudaginn um stöðu mála.

Þá treystir Ólafur Teitur sér ekki til þess að giska á hversu mikill skaðinn er en ljóst er að rafmagnskaplar sem flytja rafmagn í vélar skálans eru stórskemmdir eftir eldsvoðann.

Steypuskálinn er þó ekki í lamasessi en starfsemin er ekki með eðlilegum hætti að sögn Ólafs.

Rafvirkjar vinna að viðgerðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×