Erlent

Ekki reyna þetta heima hjá þér

Óli Tynes skrifar

Mönnum gengur misjafnlega að leggja bílum í þröng stæði. Peter Bell frá Nýja Sjálandi á þó ekki í neinum sérstökum erfiðleikum með það.

Hann er kominn í heimsmetabók Guinness fyrir að leggja bíl sínum í stæði þar sem aðeins var 27 sentimetra pláss umfram lengdina á hans eigin bíl.

Og Peter gerði þetta með tilþrifum, eins og sjá má á myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×