Innlent

Hrygningarsvæðum virðist ekki stafa hætta af hlaupvatninu

Markarfljót í síðustu viku eftir að eldgos hófst í Eyjafjallajökli.
Markarfljót í síðustu viku eftir að eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að hrygningarsvæðum þorsks og annarra mikilvægra fisktegunda stafi ekki hætta af hlaupvatninu við ósa Markarfljóts vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt á fimmtudag áleiðis að ósum Markarfljóts til að kanna áhrifasvæði hlaupsins. Skipið kom til hafnar í Reykjavík í hádeginu. Héðinn Valdimarsson, leiðangursstjóri, segir að ferðin hafi gengið bærilega. Aflað var líffræðilegra gagna um þörunga, svif og dreifingu hrogna.

„Það viðraði ekki alltof vel á svæðinu. Við vorum sömuleiðis á flótta undan gosöskunni en við komust yfir það svæði sem við ætlum að skoða," segir Héðinn.

Hann bendir á að ekki er búið að greina öll sýnin en segir engu að síður: „Við fyrstu skoðun þá sýnist okkur að það sé ekki aðsteðjandi hætta að helstu hrygningarslóðum."

Nokkra daga tekur að greina öll sýnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×