Innlent

Flugsamgöngur samkvæmt áætlun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugsamgöngur munu að óbreyttu verða með eðlilegum hætti. Mynd/ Vilhelm.
Flugsamgöngur munu að óbreyttu verða með eðlilegum hætti. Mynd/ Vilhelm.
Að óbreyttu munu flugsamgöngur haldast samkvæmt áætlun þrátt fyrir að merki hafa sést um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli. Þrátt fyrir að merkin hafi sést á mælum Veðurstofunnar hafa menn ekki séð bjarma frá gosinu. Þá bendir heldur ekkert til að hlaup sé hafið í ám.

Bannað var að fljúga í 120 sjómílna radíus frá gosstöðvunum þegar gos hófst á Fimmvörðuhálsi fyrir um mánuði síðan. Vegna þess þurfti að loka þremur flugvöllum, þar á meðal Keflavíkurflugvelli. Ekki hefur orðið vart við neinn gosmökk núna eins og var þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×