Innlent

Hnífurinn í garðinum ekki morðvopnið

Morðvettvangur.
Morðvettvangur. Mynd / Egill

Hnífurinn, sem fannst í Setberginu í Hafnarfirði og Vísir greindi frá í morgun, tengist ekki morðinu á Hannesi Þór Helgasyni sem var myrtur um miðjan ágúst.

Það var ungur drengur sem fann hnífinn í bakgarði í Setberginu sem er sama hverfi og Hannes býr í. Fjölskylda drengsins kannaði hvort nágrannar könnuðust við hnífinn sem þeir gerðu ekki. Fjölskyldan skilaði þá hnífnum til lögreglunnar sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að hnífurinn tengist ekki rannsókn málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er nú ljóst, eftir rannsóknir, að hnífurinn tengist málinu á engan hátt.

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem er á þrítugsaldri, var hnepptur í gæsluvarðhald fyrir helgi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi að bana. Hann neitar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×