Lífið

Bubbi er kolbrjálaður

Bubbi Morthens fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir og slær ekki slöku við. Hann er á mikilli tónleikaferð um landið þar sem hann býður Íslendingum upp á fría tónleika.

Í tilefni af starfsafmælinu fór Ísland í dag á stúfana og tók saman Nærmynd af Bubba. Þarna er rætt við fjölmarga sem þekkja Bubba út og inn. Meðal annars bróðir hans Tolla, Óla Palla, ævisagnaritarann Silju Aðalsteins og umboðsmanninn Palla í Promo.

Í þessarri stórskemmtilegu Nærmynd kemur meðal annars fram að Bubbi er kolbrjálaður, eins og fljót sem ryður öllu frá sér, gerir alltaf það sem honum sýnist, er ekki hræddur við að skipta um skoðanir og er engum öðrum líkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×