Erlent

Bandaríkin íhuga aðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gary Locke viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er ósáttur við hvalveiðar Íslendinga. mynd/ afp.
Gary Locke viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er ósáttur við hvalveiðar Íslendinga. mynd/ afp.
Bandarísk stjórnvöld íhuga aðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga. Gary Locke, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, ýjar að þessu í yfirlýsingu sem sagt er frá á vef bandaríska viðskiptaráðuneytisins.

Í yfirlýsingunni gagnrýnir Gary Locke harðlega hvalveiðar Íslendinga og alþjóðleg viðskipti með langreyðarkjöt. Hann segir að með viðskiptunum sé Ísland að brjóta alþjóðlegt bann við hvalveiðum. „Við hvetjum Ísland til þess að láta af alþjóðaviðskiptum með hvalkjöt og vinna með alþjóðasamfélaginu að því að vernda hvalastofna," segir Gary Locke í yfirlýsingunni.

Hann segir að það sé óásættanlegt að Íslendingar veiði hvali án samráðs við Alþjóða hvalveiðiráðið, þannig að aðildarríki þess eða stofnanir þess geti ekki fylgst með veiðunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×