Erlent

Hákarl synti upp á baðströndina

Óli Tynes skrifar
Hvað er í matinn?
Hvað er í matinn?

Skelfing greip um sig meðal baðstrandargesta í New Jersey í Bandaríkjunum þegar tveggja metra hákarl fór að dóla um meðal sundfólksins.

Hann endaði með að synda alveg upp í fjöruna áður en hann sneri sér við og synti aftur til hafs.

Baðströndinni var lokað meðan menn fullvissuðu sig um að hann væri kominn nógu langt út til þess að ekki stafaði hætta af honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×