Innlent

Besti flokkurinn dalar - Sjálfstæðismenn í sókn

Besti flokkurinn fær sex borgarfulltrúa ef kosningar á morgun verða í samræmi við nýja könnun sem Capacent gerði fyrir RÚV og sagt var frá í sexfréttum.

Þetta er heldur lakari útkoma en flokkurinn fékk í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist í Fréttablaðinu í morgun en þar fékk flokkurinn sjö menn. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem græðir á fylgistapinu því hann mælist með fimm menn í könnun RÚV en fjóra í könnuninni frá því í morgun.

Í könnun RÚV mælist Samfylkingin með þrjá menn og Vinstri grænir einn, líkt og í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Þá kemur fram í könnuninni að rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, VG og Framsóknarflokks í síðustu kosningum ætli sér ekki að kjósa flokkana í þetta skiptið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×