Innlent

Aðstoða bændur

Björgunarveitarmenn að störfum. Mynd/Egill
Björgunarveitarmenn að störfum. Mynd/Egill
Að sögn Kristínar Þórðardóttir, staðgengils sýslumanns á Hvolsvelli, eru 25 teymi með 120 félögum björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar víðs vegar að af landinu að aðstoða bændur á um 20 bæjum undir Eyjafjöllum með ýmsum hætti.

Ljóst er að ráðast þarf í mikla hreinsun á svæðinu í kjölfar öskufallsins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í dag hafa björgunarsveitarmenn meðal annars aðstoða heimamenn við að moka ösku af þökum.

Eru bændur hvattir til að hafa samband við vettvangsstjórn á Hvolsvelli í síma 487-8302 ef þeir þurfa á aðstoð að halda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×