Innlent

Ekki flogið frá Reykjavík

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Fyrstu vélar Flugfélags Íslands og Ernis hafa ekki lagt upp frá Reykjavík samkvæmt áætlun núna í morgunsárið, þar sem völlurinn hefur verið lokaður. Horfur eru á að hann opnist innan tíðar en hinsvegar eru vellirnir á Akureyri og Egilsstöðum lokaðir vegna öskufalls, en Egilsstaðaflugvöllur gæti opnast fljótlega. Hinsvegar er núna útlit fyrir að Akureyrarflugvöllur verði lokaður í dag, en það getur breyst þegar líður á daginn. Keflavíkurflugvöllur er opinn og er millilandaflug um hann í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×