Erlent

Byggja fjórum sinnum hraðar

Framkvæmdir
Verkamenn vinna við húsbyggingar fyrir landtökufólk.
Nordicphotos/AFP
Framkvæmdir Verkamenn vinna við húsbyggingar fyrir landtökufólk. Nordicphotos/AFP

Ísraelskir landtökumenn byggja fjórum sinnum hraðar nú en þeir gerðu áður en tíu mánaða framkvæmdabann var lagt á þá.

Síðan bannið rann úr gildi í síðasta mánuði hafa landtökumenn hafið byggingu á 600 nýjum íbúðum.

Framkvæmdirnar stefna friðarviðræðum í voða, því Palestínumenn hafa ítrekað sagt að þeir geti ekki tekið þátt í viðræðum nema framkvæmdir landtökumanna verði stöðvaðar á meðan.

Þeir segja framkvæmdahraðann sýna að Ísraelum sé ekki alvara með friðarviðræðum. - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×