Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 37 prósent

Bakkavararbræður.
Bakkavararbræður.

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 37,21 prósent í mjög litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna hefur sveiflast talsvert en þau ruku upp um rúm fimmtíu prósent í gær. Þau standa nú í 1,35 krónu á hlut.

Á sama tíma féll gengi hlutabréfa Össurar um 2,75 prósent.

Gengi bréfa Marels hækkaði um 0,97 prósent og Færeyjabanka um 0,38 prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan féll um 2,11 prósent og endaði í rétt tæpum 820 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×