Innlent

Unnur Brá: Vona að varnargarðarnir haldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir er á leið heim á Hvolsvöll.
Unnur Brá Konráðsdóttir er á leið heim á Hvolsvöll.
„Ég vona bara að varnargarðarnir haldi," segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður sem býr á Hvolsvelli. Þar er nú fólk úr Landeyjum og Fljótshlíðinni að safnast saman í fjöldahjálparmiðstöðinni í Hvolsskóla vegna hlaupsins sem nú rennur úr Eyjafjallajökli.

Unnur Brá var í forsetastól á Alþingi þegar að hún fékk boðin um að flóðið hefði skollið á en er nú á leið heim til sín. Hún segir að mikilvægt sé að menn haldi ró sinni. Í gær hafi menn aðallega haft áhyggjur af búpeningnum sínum. Það sé óþægilegt að skilja hann eftir án þess að vita hvað verði um hann.

Unnur Brá segir það vera lykilatriði að fólk haldi ró sinni þrátt fyrir aðstæður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×