Innlent

Morð í Reykjanesbæ: Yfirheyrslur hafnar - málið á viðkvæmu stigi

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi.

Yfirheyrslur eru hafnar yfir Ellerti Sævarssyni, 31 árs gömlum manni sem er grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og hefur ekki gefið upp hvort Ellert hafi játað verknaðinn.

Í tilkynningu sem embættið sendi frá sér segir að rannsókninni miði eftir atvikum vel en sé á viðkvæmu stigi hvað varðar nákvæmar upplýsingar um aðdraganda og atburðarás þá sem leiddi til dauða karlmanns á sextugsaldri.

Lögreglan þarf meðal annars að yfirheyra vitni í málinu, sannreyna ýmsar upplýsingar sem henni hafa borist og yfirheyra sakborning sem sætir gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 17. maí.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni að til þess að gæta rannsóknarhagsmuna er ekki unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo komnu máli og gera má ráð fyrir að þessar aðgerðir lögreglunnar muni taka næstu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×