Erlent

Tveggja ára stúlka lést þegar hún féll af annarri hæð

Skjáskot af vef Skynews, sem greindi frá málinu.
Skjáskot af vef Skynews, sem greindi frá málinu.
Tveggja ára stúlka lést eftir að hún féll af annari hæð á blokk sem hún bjó í ásamt foreldrum sínum í bænum Kirkcaldy í Bretlandi. Foreldrar stúlkunnar segjast vera „gjörsamlega niðurbrotin."

Atvikið átti sér stað klukkan þrjú í gær og þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang var stúlkan enn með lífsmarki. Hún var flutt á nærliggjandi sjúkrahús þar sem hún lést.

Lögreglan hefur rannsakað aðstæður og er dauði stúlkunnar ekki talinn hafa borið að með saknæmum hætti. „Þetta er einfaldlega mjög sorglegt mál og eru hugsanir okkar hjá fjölskyldu stelpunnar," sagði lögreglumaður við fjölmiðla.

Fjölskylda stúlkunnar segist vera „gjörsamlega niðurbrotin." Hún hafi verið hress og kát og lífleg stelpa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×